Karfa

0

Karfan þín er tóm

Fara í verslun

Viðskipta- og persónuverndarskilmálar

VIÐSKIPTASKILMÁLAR FYRIR VEFVERSLUNINA FYRIR HEILSUNA



1. UM VIÐSKIPTASKILMÁLANA
1.1. Þetta skjal inniheldur þá viðskiptaskilmála (hér nefndir viðskiptaskilmálarnir) sem gilda þegar viðskiptavinur okkar (hér nefndur viðskiptavinur eða þú) kaupir vörur í vefverslun Fyrir heilsuna (hér nefnd vefverslun) sem er verslun eingöngu á vefnum. Vefverslunin er rekin af Seika ehf., kt. 640821-1160, (hér nefnt seljandi eða við), Fjóluhlíð 17, 221 Hafnarfjörður.

1.2. Fjallað er í sérstöku skjali (hér nefndir persónuverndarskilmálarnir) um hvaða persónuupplýsingar við vinnum með í vefversluninni, tilgang vinnslunnar og heimildir fyrir henni, miðlun persónuupplýsinga og geymslutíma þeirra, auk ýmissa annarra atriða um þá vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við verslunina.

1.3. Til þess að geta keypt vörur í vefversluninni þarft þú áður að staðfesta að hafa kynnt þér vandlega og samþykkt bæði viðskiptaskilmálana og persónuverndarskilmálana við kaup á vöru. Vakin er sérstök athygli á því að þó að gögn um viðskipti viðskiptavina í versluninni séu geymd í upplýsingakerfum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) þá eru sumir þeirra þjónustuaðila sem fá aðgang að þeim kerfum staðsettir fyrir utan EES og því þarf hver viðskiptavinur fyrir sig að samþykkja ótvírætt og sérstaklega þá lýsingu á vinnslu persónuupplýsinga sem kemur fram í persónuverndarskilmálunum ef þeir vilja eiga viðskipti við verslunina.

1.4. Þessi útgáfa viðskiptaskilmálanna gildir um kaup í vefversluninni sem eiga sér stað eftir 27. apríl 2024.

1.5. Viðskiptaskilmálarnir eru ávallt aðgengilegar á vefsíðu okkar. Við áskiljum okkur rétt til að breyta þeim án fyrirvara. Í skilmálunum kemur ávallt fram hvenær núgildandi útgáfa tók gildi til þess að þú getir séð hvort þeir hafi breyst frá því að þú samþykktir þá síðast þegar þú notaðir verslunina.

2. VIÐSKIPTI VIÐ VEFVERSLUNINA
2.1. Í vefversluninni eru birtar eins greinargóðar lýsingar á vörunni og unnt er. Í sumum tilfellum er tilgreint eiginleiki vörunnar. Einnig eru ljósmyndir birtar af öllum vörum.

2.2. Þegar þú kaupir vöru í vefversluninni og staðfestir kaupin með því að gefa upp gildan greiðslumiðill svo sem greiðslukort sem skuldfært er á fyrir vörunni og sendingarkostnaði, kemst á samningur milli þín og okkar um kaup á þeirri vöru sem þú valdir í vefversluninni.

2.3. Verð vörunnar inniheldur virðisaukaskatt og að auki er skuldfært fyrir sendingarkostnaði eins og sýnt er þegar greitt er fyrir vöruna í vefversluninni.

2.4. Um ábyrgð á seldum vörum og viðskipti okkar að öðru leyti gilda lög um neytendakaup, nú nr. 48/2003 og lög um neytendasamninga, nú nr. 16/2016, að teknu tilliti til skilmála þessara.

2.5. Vefversluninni er ekki skylt að afhenda eða senda þér vöru fyrr en greiðsla hefur borist, þ.e. færsluhirðir hefur skuldfært af greiðslukorti þínu fyrir kaupunum.

2.6. Vefversluninni er heimilt að falla frá kaupum ef mistök hafa orðið í skráningu á vöru, svo sem ef rangt verð birtist í vefversluninni eða vara er ekki lengur til á lager.

2.7. Vörurnar eru háðar framboði. Ef af einhverri ástæðu sem er óviðráðanlegt hjá okkur, getum ekki útvegað tiltekna vöru, erum við ekki ábyrg gagnvart þér nema til að tryggja að þú sért ekki rukkaður fyrir þann hlut. Við munum láta þig vita eins fljótt og auðið er og endurgreiða þér þá upphæð sem hefur verið skuldfært af greiðslukortinu þínu fyrir vörunni.

2.8. Greiðslukortaupplýsingar þínar eru dulkóðaðar til að lágmarka möguleika á óviðkomandi aðgangi eða birtingu. Heimild til greiðslu verður að vera veitt við pöntun.

2.9. Upplýsingar um vörur í vefversluninni eru ekki ætlaðar að koma í stað leiðbeininga frá lækni eða öðrum heillbrigðisstarfssmanni. Vörur og upplýsingar eru eingöngu ætlaðar til almennra notkunar og eru ekki ætlaðar til að greina, lækna, meðhöndla eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða veita læknisráðgjöf. Vítamín og bætiefni eru ávallt hugsuð til skamms tíma og best er að ráðfæra sig við sérfræðing áður en bætiefni eru tekin inn. Ef lyf eru tekin inn er mikilvægt að ráðfæra sig við lækni.

3. AFHENDING VÖRU
3.1 Vefverslunin notast við þjónustu Dropp. Vörurnar eru afhentar á þeim afhendingarstað sem þú valdir við kaup á vörunni. Fyrir sendingu er innheimt gjald skv. verðskrá Dropp fyrir hverja sendingu.

3.2 Afhending innan höfuðborgarsvæðis er yfirleitt eftir alla virka daga en ekki er afgreitt um helgar eða á frídögum. Afhending út land getur tekið nokkra daga.

3.3. Vefverslunin ber ekki ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vörunni í flutningi.

4. SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR
4.1. Eftir að þú hefur keypt vöru hjá okkur hefur þú 14 daga skilrétt, að því tilskildu að varan hafi ekki verið tekin upp og að henni sé skilað í fullkomnu ástandi í upprunalegum og óskemmdum umbúðum, að innsigli hafi ekki verið rofið og að greiðslukvittun fylgi með.

4.2. Við vöruskil miðast endurgreiðslan við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.Endurgreiðslur eru framkvæmdar með því að færa fjárhæðina inn á sama greiðslukort og greitt var fyrir vöruna.

4.3. Ef þú ákveður að endursenda vöru sem heimilt er að skila þá berð þú ábyrgð á kostnaði. Hægt er að skila vöru til Dropp, sjá nánar á vefsíðu Dropp: https://dropp.is/voruskil

4.4. Sé varan gölluð er þér boðin ný vara í staðinn og greiðir vefverslunin allan sendingakostnað sem um ræðir eða endurgreiðir ef þú óskar þess. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

5. GILDANDI LÖG OG SAMNINGSVARNARÞING
5.1. Um viðskiptaskilmála þessa gilda íslensk lög. Rísi dómsmál um ágreining milli aðila í tengslum við þá skal það mál rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

PERSÓNUVERNDARSKILMÁLAR FYRIR VEFVERSLUNINA FYRIR HEILSUNA

1. UM ÞETTA SKJAL
1.1. Í þessu skjali (hér nefndir persónuverndarskilmálarnir) er að finna upplýsingar um þá vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram þegar þú kaupir vörur í vefversluninni Fyrir heilsuna (hér nefnd vefverslun). Vefverslunin er rekin af Seika ehf., kt. 640821-1160, (hér nefnt seljandi eða við), Fjóluhlíð 17, 221 Hafnarfjörður.

1.2. Í persónuverndarskilmálunum er fjallað um hvaða persónuupplýsingar við vinnum með í vefversluninni, tilgang vinnslunnar og heimildir fyrir henni, miðlun persónuupplýsinga og geymslutíma þeirra, auk ýmissa annarra atriða um þá vinnslu persónuupplýsinga sem fram fer í tengslum við verslunina.

2. TEGUNDIR PERSÓNUUPPLÝSINGA, TILGANGUR VINNSLUNNAR OG HEIMILDIR FYRIR HENNI
2.1. Til þess að við getum afgreitt þig í versluninni og veitt þér þá þjónustu sem boðið er upp á eða þú samþykkir sérstaklega að þiggja þurfum við að vinna með margs konar persónuupplýsingar, í ýmiss konar tilgangi og á grundvelli ólíkra heimilda. Þetta eru þær tegundir persónuupplýsinga sem við öflum beint frá þér en við öflum engra upplýsinga um þig annars staðar frá:

2.2. Tengiliðaupplýsingar, þ.e. nafn, heimilisfang, netfang og símanúmer: Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að hægt sé að tryggja að við sendum þér vörur á réttan stað, til að gefa okkur kost á að eiga í samskiptum um vörukaupin og til að tryggja að réttur viðskiptavinur sé skráður sem kaupandi, svo sem vegna reikningagerðar og ef kemur til vöruskila. Þá vinnum við einnig með þær vegna beinnar markaðssetningar ef þú hefur óskað eftir að fá almenn tilboð frá okkur eða tilboð sem eru sniðin að þér. Okkur er því nauðsynlegt að vinna með þessar upplýsingar vegna samnings þíns við okkur um vörukaupin, sem og vegna lagaskyldu sem hvílir á okkur, einkum vegna laga um neytendakaup, virðisaukaskatt og bókhald, auk þess að vera nauðsynleg til að veita þér framangreinda tilboðsþjónustu hafir þú óskað eftir að fá að njóta hennar.

2.3. Greiðsluupplýsingar: Við vistum aldrei greiðslukortanúmer þitt heldur gefum þér, þegar kemur að því að greiða fyrir vörur og ef þú notar til þess greiðslukort, samband við færsluhirði þar sem þú slærð inn greiðslukortanúmer þitt og aðrar upplýsingar um það greiðslukort sem þú notar. Við fáum staðfestingu frá færsluhirðinum um að skuldfærsla á greiðslukortið hafi tekist og þær upplýsingar vinnum við með í bókhaldslegum tilgangi. Því er okkur nauðsynlegt að vinna með þessar upplýsingar vegna samnings þíns við okkur um vörukaupin og vegna lagaskyldu okkar, einkum samkvæmt lögum um bókhald.

2.4. Upplýsingar um vörukaup þín hjá okkur, þ.e. hvaða vörur þú keyptir, hvenær og fyrir hvaða upphæð: Við vinnum með þessar upplýsingar, eins og með tengiliðaupplýsingarnar, sbr. hér að framan, í þeim tilgangi að geta selt og sent þér viðkomandi vörur og til að geta staðið við lagaskyldur okkar, svo sem varðandi vöruskil og endurgreiðslur. Þá bjóðum við þér upp á að við berum saman upplýsingar um þín vörukaup við aðra sölu á vörum í versluninni til að senda þér auglýsingar og gera þér tilboð sem sniðin eru að þér. Okkur er því nauðsynlegt að vinna með þessar upplýsingar vegna samnings þíns og okkar, vegna lagaskyldu sem hvílir á okkur og á grundvelli samþykkis, ef þú veitir okkur slíkt.

2.5. Auk þess að vinna með persónuupplýsingar notum við margs konar ópersónugreinanlegar upplýsingar til að starfrækja verslunina, t.d. tölfræðilegar upplýsingar um hvenær viðskiptavinir okkar versla hvaða vörur o.s.frv. Engar slíkar upplýsingar er hægt að rekja til tiltekins viðskiptavinar heldur er einungis um að ræða ópersónugreinanlegar upplýsingar um hópa viðskiptavina.

3. MIÐLUN PERSÓNUUPPLÝSINGA
3.1. Þeim persónuupplýsingum um þig sem við vinnum með vegna kortaútgáfunnar miðlum við ekki til þriðja aðila, svo sem til utanaðkomandi vinnsluaðila til dæmis til geymslu eða bókhaldsþjónustu, nema í eftirtöldum tilvikum:

3.2. Það upplýsingakerfi sem við notum til að reka verslunina er rekið af vinnsluaðila okkar og hýst, ásamt öllum upplýsingum, innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Hins vegar er vakin sérstök athygli á því að þeir undirvinnsluaðilar sem veita okkur notendaþjónustu varðandi rekstur kerfisins eru sumir hverjir staðsettir fyrir utan EES en geta fengið aðgang að kerfinu til að aðstoða okkur varðandi atriði sem koma upp við rekstur kerfisins. Þessu fylgir mögulega áhætta vegna þess að þessir undirvinnsluaðilar kunna að vera staðsettir í ríkjum, einkum Bandaríkjunum, þar sem ekki liggur fyrir ákvörðun Evrópusambandsins um að vernd persónuupplýsinga sé fullnægjandi og viðeigandi verndarráðstafanir hafa ekki verið gerðar til að tryggja þær og vinnslu þeirra. Þess vegna er sérstaklega óskað eftir ótvíræðu samþykki þínu, sbr. ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nú a)-lið 1. mgr. 49. gr. laga nr. 90/2018, fyrir þeirri lýsingu á vinnslu persónuupplýsinga sem kemur fram í persónuverndarskilmálunum þessum, ef þú vilt eiga viðskipti við verslunina.

3.3. Bókhaldsgögn eru afhent innlendum endurskoðendum okkar eftir því sem þeir kunna að óska eftir lögum samkvæmt.

3.4. Við áskiljum okkur rétt til að hlíta fyrirmælum þar til bærra íslenskra dómstóla og eftirlitsstofnana um afhendingu gagna, þar á meðal þeirra sem kunna að innihalda persónuupplýsingar.

4. GEYMSLUTÍMI
4.1. Geymslutími þeirra persónuupplýsinga sem við vinnum með ræðst af þeim tilgangi sem þeirra er aflað í og þeirri heimild sem vinnslan byggist á. Þannig geymum við tengiliðaupplýsingar þínar ásamt upplýsingum um samþykki fyrir beinni markaðssetningu á meðan þú ert skráður notandi verslunarinnar. Rétt er að ítreka að notendur geta afskráð sig hvenær sem er og lokað aðgangi sínum fyrirvaralaust.

4.2. Við vinnum með upplýsingar um vörukaup þín ásamt greiðsluupplýsingum í þann tíma sem okkur er skylt vegna ákvæða í lögum um bókhald í lögum, þ.e. nú í minnst 7 ár en ekki lengur en í 10 ár.

5. RÉTTINDI ÞÍN
5.1. Þar sem við vinnum, eins og kemur fram hér að framan, með persónuupplýsingar um þig þá hefur þú margs kyns réttindi sem mikilvægt er að þú fáir upplýsingar um:

5.2. Þú átt rétt á að óska eftir aðgangi að og afriti af persónuupplýsingum þínum hjá okkur, láta okkur leiðrétta þær ef þær eru rangar eða villandi eða láta okkur eyða þeim ef við höfum ekki lengur heimild til að vinna með þær. Þessum réttindum er nánar lýst í lögum um persónuvernd, sbr. nú 17. og 20. gr. laga nr. 90/2018, Þá átt þú samkvæmt síðarnefndu lagagreininni rétt á að flytja eigin gögn eða að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig, að uppfylltum nánar tilteknum skilyrðum. Þú átt einnig rétt á að andmæla vinnslunni skv. 21. gr. laganna.

5.3. Þú getur hvenær sem er sent okkur fyrirspurn eða kvörtun vegna vinnslunnar, á netfangið seika@seika.is. Þá átt þú rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd vegna vinnslunnar. Skrifstofa hennar er að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík og netfang hennar er postur@personuvernd.is.

6. GILDANDI LÖG OG SAMNINGSVARNARÞING
6.1. Um viðskiptaskilmála þessa gilda íslensk lög. Rísi dómsmál um ágreining milli aðila í tengslum við þá skal það mál rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

6.2. Þessi útgáfa persónuverndarskilmálanna er frá 27. apríl 2024 og gildir um alla vinnslu sem á sér stað frá og með þeim degi.

Skoða verlsun